Yevhen Konoplyanka er farinn aftur til heimalandsins Úkraínu en þetta var staðfest í dag.
Konoplyanka er 29 ára gamall vængmaður en hann lék lengi með Dnipro í Úkraínu áður en hann hélt erlendis.
Konoplyanka samdi við Sevilla árið 2015 en þar gekk lítið upp og var hann svo seldur til Schalke.
Úkraínski landsliðsmaðurinn þótti ekki standast væntingar þar og gerði í kvöld samning við Shakhtar Donetsk.
Hann gerir þriggja ára samning við Shakhtar.