Bruno Fernandes mun í dag ganga í raðir Real Madrid ef marka má fréttir á Spáni.
Fernandes ku kosta 64 milljónir punda en félagaskiptaglugginn lokar í dag.
Zinedine Zidane vildi fá Paul Pogba frá Manchester United, enska félagið neitar hins vegar selja.
Bruno hefur verið frábær með Sporting Lisbon en hann var mikið orðaður við Manchester United og Tottenham.
Bruno er sóknarsinnaður miðjumaður sem kemur reglulega að mörkum.