Asmir Begovic, markvörður Bournemouth á Englandi, hefur skrifað undir lánssamning við lið Quarabag.
Þetta var staðfest í dag en Quarabag leikur í Azerbaijan og er besta liðið þar í landi.
Begovic reyndi hvað hann gat að komast burt fyrir gluggalok en hann var ekki inni í myndinni hjá Eddie Howe.
Begovic fer því sömu leið og Hannes Þór Halldórsson sem fór til Quarabag á sínum tíma.
Lánssamningurinn er stuttur og er aðeins þar til í janúar.