Það eru ekki margir leikmenn sem hafa átt verri leiki en varnarmaðurinn Sebastian Coates.
Coates spilaði með liði Sporting Lisbon í gær sem mætti Rio Ave á heimavelli í portúgölsku úrvalsdeildinni.
Coates svaf væntanlega ekki neitt í nótt en hann gerðist brotlegur þrisvar í eigin vítateig í 3-2 tapi.
Rio Ave vann Sporting óvænt 3-2 á útivelli en öll mörk liðsins komu af vítapunktinum.
Það var Coates sem braut af sér í öll þrjú skiptin og fékk hann svo rautt spjald á 89. mínútu.
Coates er landsliðsmaður Úrúgvæ en hann var á sínum tíma á mála hjá Liverpool.
Former Liverpool defender Sebastian Coates gave away THREE penalties and got sent off last night for Sporting? pic.twitter.com/sPgKh5DEGE
— PurelyFootball UK (@PurelyFootball) 1 September 2019