Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, átti ekki skilið að vera valinn besti leikmaður ársins hjá UEFA.
Þetta segir fyrrum varnarmaðurinn Rio Ferdinand en Van Dijk hafði betur í baráttu við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Ferdinand segir að Van Dijk sé besti varnarmaður heims en að verðlaunin hafi átt að fara annað.
,,Ég efast ekki um það að Van Dijk sé besti varnarmaður heims um þessar mundir,“ sagi Ferdinand.
,,Hins vegar þegar einhver skorar 50 mörk tímabili eins og Messi gerði eða vinnur þrjá titla ens og Cristiano þá er ekki hægt að horfa á framhjá því.“
,,Fólk segir að það sé leiðinlegt að þeir séu að vinna allt en þeir bjóða upp á tölfræði undanfarin 12 til 15 ár sem hefur aldre sést.“
,,Ég er ánægður fyrir hans hönd og hann gerði sitt en þegar enhver skorar 50 mörk þá geturðu ekki gert þetta.“