Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er opinn fyrir því að fá Zlatan Ibrahimovic aftur til félagsins.
Zlatan gaf það út að hann væri opinn fyrir því að ganga aftur í raðir United eftir að hafa spilað þar í tvö ár.
Zlatan verður samningslaus hjá LA Galaxy í nóvember og má þá semja við annað félag frítt.
,,Ef hann væri 28 ára gamall en ekki 38 þá væri það meiri möguleiki en munurinn er mikill,“ sagði Solskjær.
,,Zlatan gerði mjög vel hér og er enn að gera vel. Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst hérna.“
,,Hver veit hvað gerist, hann er með númerið mitt og hefur komið heim til mín. Ef honum er alvara þá ræði ég alltaf við Zlatan.“