Guðlaugur Victor Pálsson fékk að líta rautt spjald í kvöld er hann lék með liði Darmstaft í Þýskalandi.
Guðlaugur og félgar spiluðu við lið Sandhausen á útivelli og þurftu að sætta sig við 1-0 tap.
Erik Zenga skoraði eina mark Sandhausen en Rúrik Gíslason lék 81. mínútu fyrir liðið.
Guðlaugur fékk rautt spjald á 58. mínútu en hann braut þá á Rúrik rétt fyrir utan vítateiginn.
Um var að ræða annað gula spjald miðjumannsins og fékk hann þar með rautt.
Myndband af þessu má sjá hér.
Guðlaugur Victor fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Rúrik í kvöld. pic.twitter.com/Q8XHvmW75A
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) 30 August 2019