Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba reynir í síðasta sinn að koma leikmanninum til Real Madrid í sumar.
Pogba vill fara en Manchester United neitar að selja hann, Pogba fer þó líklega eftir ár.
Marca segir að Raiola muni í dag reyna að sannfæra United um að selja Pogba og að kaupverðið gæti verið nálægt 180 milljónum punda. Þetta er hans síðasti möguleiki en glugginn lokar á mánudag.
Marca segir að Pogba muni ekki skrifa undir nýjan samning hjá United, samningur hans rennur út 2021 en United getur framlengt hann um eitt ár.
Romelu Lukaku var með læti til að komast frá Manchester United, Pogba hefur hins vegar ekki gert það.
Nú segja ensk blöð að Pogba sjái eftir því að hafa ekki verið með læti til að komast burt.