Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands hefur valið leikmannahóp sinn fyrir komandi landsleiki gegn Moldóvu og Albaníu, í undankeppni EM.
Tveir af betri leikmönnum liðsins Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru ekki með.
Alfreð er að koma til baka vegna meiðsla sem hrjáð hafa hann síðustu mánuði, Jóhann Berg meiddist síðustu helgi með Burnley.
,,Alfreð er að verða betri og betri, ég ræddi við hann. Við vorum sammála um að hann myndi frekar æfa, taka vináttuleik með Augsburg,“ sagði Hamren.
,,Jóhann meiddist í kálfa aftur, hann er ekki alvarlega meiddur. Hann er frá í 3-4 vikur, hann spilar ekki á meðan þessir leikir eru, og getur ekki verið .“