Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands hefur valið leikmannahóp sinn fyrir komandi landsleiki gegn Moldóvu og Albaníu, í undankeppni EM.
Það vekur mikla athygli að reyndir menn eins og Birkir Már Sævarsson og Rúrik Gíslason eru ekki valdir.
Þeir hafa báðir átt fast sæti í hópnum síðustu ár en verða ekki með að þessu sinni.
,,Eins og ég agði með Birki Má, þetta eru bestu leikmennirnir fyrir þessa leik,“ sagði Hamren þegar spurt var út í Rúrik og Birki.
Birkir hefur átt stöðu hægri bakvarðar en nú virðist Hjörtur Hermannsson hafa tryggt sér sætið.