Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, er opinn fyrir því að semja við sitt fyrrum félag, Manchester United.
Zlatan er 37 ára gamall í dag en hann er enn að skora á fullu og telur sig nógu góðan fyrir ensku úrvalsdeildina.
,,Ljónið öskrar ennþá. Ég gæti auðveldlega spilað í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Zlatan.
,,Ef Manchester United þarf á mér að halda þá er ég hérna. Ég er hjá Galaxy núna og einbeiti mér að því.“
,,Ég sinnti mínu starfi í Evrópu og naut þess. Ég er með 33 titla sem ég tók með mér og svonandi get ég unnið eitthvað hér og svo sjáum við hvar ég enda.“
Zlatan hefur ekki gefið í skyn að hann sé nálægt því að hætta og því aldrei að vita hvort hann reyni fyrir sér í Evrópu á ný.