fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Jón Daði með tvö en klikkaði í vítakeppni – Tvö úrvalsdeildarlið óvænt úr leik

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson var frábær fyrir lið Millwall í kvöld sem lék við Oxford í enska deildarbikarnum.

Jón Daði fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði bæði mörk Millwall í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.

Íslenski landsliðsmaðurinn kom til Millwall í sumar en hann lék áður með Reading.

Hann hefur verið á varamannabekknum í Championship-deildinni en var að skora sitt þriðja mark í bikarkeppni.

Því miður þá dugðu mörkin ekki til en Oxford kom til baka og jafnaði leikinn í 2-2 undir lokin. Það var því farið í vítakeppni og þar vann Oxford 4-2 en Jón klikkaði á sinni spyrnu.

Tvö úrvalsdeildarfélög eru þá úr leik en Crystal Palace og Norwich töpuðu sínum viðureignum.

Palace tapaði 5-4 gegn Colchester í vítakeppni og Norwich lá mjög óvænt 1-0 gegn smáliði Crawley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni