fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Hannes Hólmsteinn hjólar í Ronaldo

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólaprófssorinn umdeildi Hannes Hólmsteinn Gissurarson hjólar í Cristiano Ronaldo á Facebook-síðu sinni. Hann gagnrýnir leikmann Juventus þó ekki fyrir neitt tengt spilamennsku hans heldur að hann hafi áhyggjur af Amazon-regnskóginum. Hannes hefur í seinni tíð færst sífellt lengra í afneitun á hamfarahlýnun.

„Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo (sá, sem tók velgengni íslenska liðsins sem verst um árið) endurtók þá röngu tölu, að Amasónskógur framleiddi meira en 20% af súrefni jarðar. (Hann eyðir sennilega jafnmiklu og hann framleiðir.),“ skrifar Hannes.

Hann nýtir svo tækifærið og hjólar í sinn eigin vinnustað, Háskóla Íslands. „Ronaldo birti með færslu sinni á Instagram mynd frá 2013. En ég vissi ekki fyrir, að Vísindavefur Háskólans væri jafnilla að sér og kappinn fótafimi,“ skrifar Hannes

Forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn Andri Snær Magnason skýtur á Hannes í athugasemd. „Það er svo skemmtilegt hvað náttúrusýn þín minnir á ævintýri sem kom út árið 1930: ,,Ef þú lítur út um vagnglugga í járnbrautarlest og sérð aðeins ógróið land, skóga og mýrar má segja að þú sjáir alls ekki neitt. Ógróið land er leir, sandur og grjót. Skógar eru bjálkar, sperrur og þil. Mómýrar eru rafmagn. Úr leir og sandi gerum við tígulstein, úr leiri og kalki sement, úr járngrýti stál.““

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“
433Sport
Í gær

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina
433Sport
Í gær

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið