fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Rúnar Páll brjálaður eftir leik: Lét Helga heyra það og vill fá dómarana í viðtal

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var bálreiður eftir leik í kvöld er liðið spilaði við Val.

Rúnar ræddi við Stöð 2 Sport í sjónvarpsviðtali eftir leik og var öskuillur út í dómarann Helga Mikael.

Helgi ákvað að dæma mark af Stjörnunni í leiknum er liðið komst í 3-1. Það vakti heldur betur athygli því markið fékk að standa í dágóðan tíma áður en það var tekið af.

,,Þú verður að spyrja dómarann að þessu. Hvernig væri að fá þá í viðtal til að gera upp þessa dóma? Þetta var alveg glórulaust að mínu viti,“ sagði Rúnar.

,,Það er best að segja sem minnst þar til maður sér þetta aftur en ég veit ekki á hvað hann dæmdi.“

,,Þessi leikur var bara mjög skrítinn frá A til Ö eins og oftast hjá Helga. Það er bara þannig, því miður. Ég er mjög heitur þannig það er best að segja sem minnst.“

,,Mér fannst frammistaðan verðskulda sigur. Við komumst í 3-1 yfir og svo er það dæmt af. Mér fannst rangstöðufnykur af þessu marki [Vals] og svo fá þeir víti.“

,,Ég veit ekki alveg hvað það var, það getur vel verið að þínir menn í sjónvarpinu segi eitthvað annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni