fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Hjólar í Arnar Þór Viðarsson: ,,Vona að hann hafi meira fram að færa en þessa djöfulsins vitleysu”

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, fékk senda væna pillu á Twitter í kvöld.

Samúel Samúelsson tjáði sig um Arnar sem ræddi við Fótbolta.net á dögunum og var gestur í útvarpsþætti miðilsins.

Samúel er formaður Vestra sem leikur í 2.deild karla og hjá liðinu er leikmaðurinn Þórður Gunnar Hafþórsson.

Þórður er afar efnilegur leikmaður en hann er einnig hluti af U19 landsliði Íslands og þekkir Arnar vel til hans vegna þess.

Arnar gaf það út að það væri hentugt fyrir Þórð að semja við annað lið ef hann vildi taka frekari framförum sem knattspyrnumaður.

Samúel heyrði þessi ummæli Arnars og var allt annað en sáttur. Hann skrifaði í kjölfarið yfirlýsingu á Twitter.

,,Finnst ummælin sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ lét út úr sér alveg fáránleg. Hann segir að leikmaður okkar verði að fara frá félaginu ætli hann að taka meiri framförum og að hann staðni sem leikmaður ef hann verður um kyrrt,“ skrifar Samúel.

,,Fullyrðing sem mér finnst helvíti hörð og óábyrgt að henda fram, viðkomandi leikmaður hefur spilað 62 meistaraflokks leiki, meira en nokkur annar í þessum U19 hóp. Er hann betur settur á bekknum eða í 2. flokki hjá Val eða FH?“

,,Tekur hann meiri framförum þar en að spila með liði sem er að berjast um sæti í Inkasso-deildinni? Þýðir það að ungir leikmenn í litlum klúbbum eins og Selfossi, Gróttu og Leikni eigi að leita í KR og Breiðablik?“

Samúel heldur áfram og tekur Daða Frey, markvörð FH sem dæmi sem spilar alla leiki liðsins í dag. Samúel viðurkennir að leikmenn þurfi að yfirgefa sín uppeldislið á einhverjum tímapunkti en segir ummæli Arnars vera út í hött.

,,Væri Daði Freyr í markinu hjá FH ef hann hefði bara spilað í 2. flokki? Flestir góðir leikmenn yfirgefa uppeldisfélagið á einhverjum tímapunkti til að spila á leveli við hæfi en að yfirgefa liðið sitt til að staðna ekki sem leikmaður finnst mér fráleitt!“

,,Ætla rétt að vona að Arnar Þór Viðarsson hafi eitthvað meira fram að færa en þessa djöfulsins vitleysu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pope fer líklega á bekkinn hjá Newcastle

Pope fer líklega á bekkinn hjá Newcastle
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United
433Sport
Í gær

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands
433Sport
Í gær

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við