Willy Caballero, markvörður Chelsea, fær ekki leyfi til að leggja skóna á hilluna.
Caballero er 37 ára gamall í dag en hann er varamarkvörður Chelsea fyrir Kepa Arrizabalaga.
Caballero segir að dóttir sín sjái um það að hann hætti ekki að stunda knattspyrnu ennþá.
,,Ég lifi fyrir fótboltann og nýt hans þegar ég get. Dóttir mín leyfir mér ekki að hætta,“ sagði Caballero.
,,Ég grínast oft heima að þetta verði mitt síðasta ár en mér er sagt að ég geti ekki lifað án fótboltans.“
,,Að ég þurfi að spila, horfa á hann í sjónvarpinu eða vita hvað er í gangi. Ég kann ekki að gera neitt annað en að æfa og spila.“