fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Gleymdi skilríkjunum og fékk ekki að fara inn – Wikipedia kom til bjargar

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Howard Webb er nafn sem flestir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann er fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni.

Webb hefur lagt flautuna á hilluna en hann er 48 ára gamall og starfar nú aðallega í sjónvarpi.

Webb lenti í ansi sérstöku atviki um helgina en hann reyndi þá að komast inn á bar í Bandaríkjunum.

Í Bandaríkjunum þá þarftu ávallt að mæta með skilríki á skemmtistaði þó að það sé augljóst að þú sért eldri en 21 árs.

Webb gleymdi öllum skilríkjum og fékk þau skilaboð að hann mætti því ekki stíga inn fyrir.

Vinur Webb ákvað þá að taka til sinna ráða og sýndi öryggisverði staðarins Wikipedia-síðu Webb þar sem nóg af efni er til staðar.

Á síðunni má einnig sjá mynd af Webb og fékk hann loksins grænt ljós að fara inn ásamt vinum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni