Ascoli Calcio á Ítalíu reynir að semja við Emil Hallfreðsson miðjumann íslenska landsliðsins.
Emil er án félags eftir að samningur hans við Udinese rann út. Hann hefur nánast spilað á Ítalíu frá 2007.
Emil er 35 ára gamall en Ascoli leikur í næst efstu deild á Ítalíu, Emil gæti nýst liðinu vel.
Ítalskir fjölmiðlar segja að Ascoli hafi mikinn áhuga á Emil, Gazzetta dello Sport fjallar meðal annars um málið.
Emil hefur verið frábær fyrir íslenska A-landsliðið síðustu ár en mikilvægir leikir eru á næsta leyti.