fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Lið í Noregi festi kaup á Lionel Messi

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. ágúst 2019 14:30

Lionel Messi, eldri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið IK Junkeren í þriðju efstu deild Noregs hefur fest kaup á Norðmanninum Lionel Messi.

Þetta var staðfest í dag en um er ræða 16 ára gamlan leikmann sem breytti nafninu sínu fyrr á árinu.

Strákurinn hét áður Daniel Are Knutsen en vildi heita það sama og fyrirmynd sín, Lionel Messi hjá Barcelona.

Þessi nafnabreyting var ekki lengi að vera samþykkt en eldri Messi ættu allir að kannast við.

,,Ég var með plan um að breyta nafninu í dágóðan tíma og Lionel Messi er mín stærsta fyrirmynd,“ sagði Messi.

,,Ég reyni mitt besta að spila eins og hann. Það er mögulegt að það sé eitthvað svipað með okkur en hæfileikarnir ekki þeir sömu. Ég er svipaður á boltanum og er með hraða.“

,,Þeir sem hafa þekkt mig lengi kalla mig gamla nafninu en þeir nýju gætu kallað mig Leo eða Lionel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni