Marcus Rashford hefur skotið á fyrrum stjóra Manchester United, Jose Mourinho sem var rekinn í desember.
Rashford segir að leikmenn hafi verið ringlaðir undir stjórn Mourinho sem var hjá félaginu í um þrjú ár.
Ole Gunnar Solskjær tók við í desember en United hefur byrjað tímabilið af ágætis krafti.
,,Það er stöðugleiki undir stjórn Solskjær. Undanfarin þrjú ár þá varstu aldrei viss um neitt,“ sagði Rashford.
,,Núna erum við með stöðugleika og allir eru á góðum stað. Þetta er allt annað umhverfi en áður, það er eins og allt sé orðið eðlilegt.“
,,Við þurfum nú að reyna á sjálfa okkur gegn þeim bestu í deildinni.“