fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Var strax rekinn eftir hörmulegt gengi: ,,Síminn hringdi ekki í fjóra mánuði“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gekk ekkert upp hjá goðsögninni Thierry Henry sem þjálfaði lið Monaco í fjóra mánuði á síðustu leiktíð.

Henry tók við sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari en hann náði hræðilegum árangri með liðið og var fljótt rekinn.

Henry segir að það sé ekki auðveld staða að vera í en síminn hans hringdi ekki í fjóra mánuði eftir brottreksturinn.

,,Sem þjálfari þá þarftu alltaf að bíða eftir öðru starfi og það getur verið erfitt,“ sagði Henry.

,,Þetta er mjög pirrandi því þú færð ekki bara næsta leik til að sanna þig eða annað tækifæri strax.“

,,Í lífinu, ef þú dettur þá stendurðu upp og berst. Sem þjálfari hins vegar þá þarftu að bíða eftir því að berjast.“

,,Síminn minn hringdi ekki í fjóra mánuði eftir að ég yfirgaf Monaco og svo allt í einu fékk ég fimm símtöl.“

,,Sumt af því var alls ekki það sem ég var að leita að og í öðru þá hefði ég verið aðstoðarmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Hann mun líklega fara annað 2026″

,,Hann mun líklega fara annað 2026″
433Sport
Í gær

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“