Breiðablik 3-3 Valur
0-1 Birkir Már Sævarsson (15′)
0-2 Patrick Pedersen (19′)
1-2 Brynjólfur Darri Willumsson (37′)
2-2 Andri Rafn Yeoman (41′)
3-2 Brynjólfur Darri Willumsson (62′)
3-3 Haukur Páll Sigurðsson (69′)
Valur og Breiðablik áttust við í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld.
Valsmenn byrjuðu leikinn afar vel og komust í 2-0 snemma leiks með mörkum frá Birki Má Sævarssyni og Patrick Pedersen.
Íslandsmeistararnir stjórnuðu leiknum í byrjun en undir lok fyrri hálfleiks þá svöruðu Blikar fyrir sig.
Brynjólfur Darri Willumsson skoraði fyrsta mark Blika á 37. mínútu og stuttu seinna gerði Andri Rafn Yeoman magnað jöfnunarmark.
Brynjólfur var svo aftur á ferðinni á 62. mínútu er skot hans fékk að rúlla í net Valsmanna eftir klaufagang.
Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson tryggði Val svo stig ekki löngu seinna með skallamarki og lokastaðan, 2-2.