Robin van Persie er ekki sá vinsælasti hjá Arsenal eftir að hafa yfirgefið liðið fyrir Manchester United árið 2012.
Van Persie var í guðatölu hjá Arsenal en ákvað að semja við United þar sem hann vann deildina á sínu fyrsta tímabili.
,,Þú getur borið þetta saman við að vera giftur. Ég og eiginkona mín Arsenal, við vorum gift í átta ár,“ sagði Van Persie.
,,Eftir átta ár þá var eiginkonan mögulega orðiðn þreytt á mér – það er staðreyndin.“
,,Ef Arsenal býður þér ekki nýjan samning þá getur þín skoðun breyst. Staðreyndin er sú að Arsenal bauð mér aldrei nýjan samning.“
,,Ég hafði enn metnað til að vinna ensku úrvalsdeildina, þannig er lífið.“