Sean Dyche, stjóri Burnley, var bálreiður í gær eftir 2-1 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Dyche lét leikmenn Arsenal heyra það á blaðamannafundi og ásakar marga um að láta sig detta auðveldlega til að blekkja dómarann.
,,Ég hef áhyggjur af knattspyrnunni. Fólk var að kasta sér í grasið allan daginn í dag – við verðum að losna við þetta,“ sagði Dyche.
,,Leikurinn er í annarlegu ástandi þessa stundina, leikmenn eru að dýfa sér, þykjast vera meiddir og allt það. Mér fannst þetta stórfurðulegt.“
,,Ég mætti á fund fyrir nokkrum vikum og þeir sögðu mér að versta refsingin væri gult spjald. Svo allir leikmenn deildarinnar komast upp með að svindla allavegana einu sinni.“
,,Ég veit ekki um neina aðra íþrótt sem gefur þér leyfi til að svindla einu sinni í hverjum leik.“