Wayne Rooney, hefur ákveðið að hætta allri áfengisdrykkju. Þetta gerir hann til að bjarga hjónabandi sínu með Coleen Rooney.
Rooney tók þessa ákvörðun eftir samtal við sérfræðinga, hann mun vera með ráðgjafa með sér í þessu ferli.
Rooney býr í Bandaríkjunum og leikur með DC United, til áramóta en hann mun ganga í raðir Derby í janúar.
Drykkja Rooney hefur oft komið honum í vandræði, hann hefur verið handtekinn og haldið framhjá eiginkonu sinni.
Dvöl Rooney í Bandaríkjunum hefur verið fjörug, hann hefur staðið sig frábærlega innan vallar. Rooney hefur rifið DC liðið upp og skorað mikið af mörkum.
Hegðun hans utan vallar er þó líklega það sem mun mest verða talað um eftir feril hans í Bandaríkjunum.
Rooney var handtekinn vegna ölvunar í flugi í desember, þá hafði hann verið í Sadí Arabíu. Rooney hellti vel í sig í fluginu og var með læti. Hann fékk litla sekt fyrir þá hegðun.
Það var svo í upphafi árs sem Rooney var staddur í Flórída, hann var þá að fá sér í glas. Áfengi hefur oft kom honum í vandræði og þarna var hann að daðra við konur.
Á Englandi var hann gómaður við framhjáhald þegar hann var í glas og var handtekinn við að keyra fullur.