fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Kolbeinn heillaði þjálfara Dortmund í leik gegn liðinu í febrúar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og 433.is sagði frá í gær mun Kolbeinn Birgir Finnsson skrifa undir samning við Borussia Dortmund á allra næstu dögum.

Heimildarmaður 433.is segir að líkur séu á að Kolbeinn sem er 19 ára gamall skrifi undir samning í dag.

Kolbeinn er fæddur árið 1999 en hann fagnar 20 ára afmæli sínu þann 25. ágúst næstkomandi. Kolbeinn hefur leikið með Fylki í Pepsi-Max deild karla í sumar – þar hefur hann spilað 13 leiki og skorað tvö mörk.

Hann er þó ekki í eigu Fylkis en félagið fékk hann lánaðan frá enska félaginu Brentford fyrr í sumar. Kolbeinn er þó uppalinn hjá Fylki en hann samdi við Groningen árið 2016 og fór síðar til Brentford.

Einnig á Kolbeinn að baki fjölmarga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur tvisvar spilað fyrir A-landsliðið.

Kolbeinn að ganga í raðir stórliðsins Dortmund

Það vekur talsverða athygli að leikmaður sem hefur ekki spilað fyrir aðallið Brentford, sé að ganga í raðir stórliðsins Dortmund. Þjálfarar og útsendarar Dortmund hafa hins vegar fylgst með Kolbeini frá því í febrúar.

Áhugi félagsins kviknaði þegar varalið Brentford og varalið Dortmund áttust við í febrúar, þar vann Dortmund 0-1 sigur. Kolbeinn lék allan leikinn með Brentford og var duglegur að búa til hluti fyrir samherja sína.

Kolbeinn ku gera þriggja ára samning við Dortmund en fyrst um sinn verður hann í varaliði félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Í gær

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni
433Sport
Í gær

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði