Troy Deeney, leikmaður Watford, er allt annað en sáttur með enska knattspyrnusambandið og samskiptamiðlana Facebook, Twitter og Instagram.
Deeney hefur orðið fyrir kynþáttaníði á samskiptamiðlum og er duglegur í að gera ummæli óvirk á síðu sinni.
Hann hefur margoft tilkynnt slík atvik til samskiptamiðlana en fær alltaf sama svarið til baka.
,,Ég slökkti á ummælunum. Ég gerði það ekki því það pirrar mig heldur því það pirrar aðra,“ sagði Deeney.
,,Hvernig eru Twitter, Instagram og Facebook ekki að gera það? Ég hef tilkynnt um 60 skilaboð.“
,,Ég reyni að fá þá til að fjarlægja skilaboðin en það sem ég fæ til baka er: ‘Apa-broskallinn er ekki rasismi.’
,,Þetta er vandamál enska knattspyrnusambandsins. Þeim er alveg sama um það sem gerist fyrir utan deildina.“