Glen Johnson, fyrrum leikmaður Stoke, talar alls ekki vel um fyrrum liðsfélaga sinn, Saido Berahino.
Berahino hefur verið leystur undan samningi hjá Stoke en hann stóðst aldrei væntingar hjá félaginu.
Johnson segir að hegðun Berahino hafi verið virkilega slæm og sýndi hann verkefninu lítinn áhuga.
,,Nei mér líkaði ekki við hann ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Johnson.
,,Ég hef unnið með mörgum leikmönnum sem voru ekki nógu góðir en þeir leggja hart að sér og reyna.“
,,Hann var ekki nógu góður og hann reyndi ekki neitt – það var erfitt að sætta sig við þetta. Hann var vandræðagemsi.“
,,Viðhorfið hans var rangt alveg frá fyrsta degi af einhverjum ástæðum. Ef við áttum að mæta einhvert klukkan tíu þá mætti hann tíu mínútum seinna.“
,,Það var eins og hann hefði eitthvað á móti Stoke. Það var erfitt að sætta sig við það því maður sá brot af hæfileikunum á æfingum.“
,,Ef ég væri stjóri þá myndi ég ekki taka við honum jafnvel þó ég fengi borgað fyrir það.“