Manchester United ákvað að selja sóknarmanninn Romelu Lukaku eftir atvik sem kom upp fyrr í sumar.
Frá þessu greina enskir miðlar en Lukaku gerði í gær samning við ítalska stórliðið Inter Milan.
United tók þessa ákvörðun eftir æfingaferð í Kína þar sem Lukaku á að hafa rifist heiftarlega við aðstoðarþjálfarann Mike Phelan.
Phelan lét Lukaku heyra það fyrir að missa af rútu í ferðinni og svaraði Belginn fullum hálsi.
Allir leikmenn létu sjá sig í rútunni fyrir utan Lukaku sem þurfti að ferðast einn í æfingaleik í Shanghai.
Lukaku var sjálfur opinn fyrir því að yfirgefa félagið og því var gengið frá félagaskiptunum.