Simon Mignolet markvörður Liverpool er að yfirgefa félagið, hann heldur heim til Belgíu.
Þessi 31 árs gamli markvörður mun gera langtíma samning við Club Brugge.
Liverpool fær í kringum 6 milljónir punda fyrir Mignolet sem missti sæti sitt til Alisson Becker.
Mignolet lék áður með Sunderland en hann vildi fá að spila meira en raun bar vitni á Anfield.
Liverpool hefur nú fjóra daga til að finna reyndan markvörð til að sitja á bekknum.
Simon Mignolet has agreed a deal to join Club Brugge. He’s flown to Brussels to sign his contract and told Liverpool’s players this evening that he was leaving. More on @MailSport
— Dominic King (@DominicKing_DM) August 4, 2019