Manchester City og Liverpool eigast nú við í leiknum um samfélagsskjöldinn en enska úrvalsdeildin hefst næstu helgi.
Fyrir leik brutust út harkaleg slagsmál í lest í London, þar réðust stuðningsmenn City inn í lestina.
Stuðningsmenn Liverpool voru að koma sér á völlinn þegar hópur af stuðningsmönnum City, mætti á svæðið.
Þeir réðust inn í lestina og fóru að kýla alla, án þess að nokkuð hefði gerst á undan.
Lætin stóðu yfir í rúma mínútu áður en það tókst að róa mannskapinn. Hér að neðan má sjá þetta.
Liverpool and City fans in good spirits ahead of the #CommunityShield pic.twitter.com/WpknyCIlxM
— Stephen Patten (@StevePatten) August 4, 2019