Harry Maguire er loks á leið til Manchester United samkvæmt frétum á Englandi.
Sagt er að Leicester hafi samþykkt 80 milljóna punda tilboð félagsins í Maguire í gær.
Þar er með sögu sumarsins að ljúka en félögin hafa lengi átt í viðræðum, Maguire hefur viljað fara til United.
Hann verður þar með dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans, Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir Virgil Van Dijk, fyrir einu og hálfu ári.
Líklegt er að Maguire klári félagaskipti sín um helgina ef marka má frétt Telegraph.
Tíu dýrustu:
1. Harry Maguire – £85m (From Leicester to Man United)
2. Virgil van Dijk – £75m (From Southampton to Liverpool)
3. Lucas Hernandez – £68m (From Atletico Madrid to Bayern Munich)
4. Matthijs de Ligt – £63m (From Ajax to Juventus)
5. Aymeric Laporte – £57m (From Athletic Bilbao to Man City)
6. Kyle Walker – £54m (From Tottenham to Man City)
7. Benjamin Mendy – £52m (From Monaco to Man City)
8. David Luiz – £50m (From Chelsea to Paris Saint-Germain)
9. John Stones – £50m (From Everton to Man City)
10. Davinson Sanchez – £42m (From Ajax to Tottenham)