fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Telur að Hannes sé andlega þreyttur: „Það mætti honum hellings neikvæðni“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. ágúst 2019 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, sjálfur Dr. Football telur að Hannes Þór Halldórsson markvörður Vals, sé andlega þreyttur. Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Hjörvars.

Hann hefur staðið sig með ágætum í marki Vals í sumar, eftir að hann gekk í raðir félagsins. Mikið hefur verið fjallað um Hannes eftir heimkomu hans, stærsta nafnið í Pepsi Max-deildinni.

,,Þetta er búið að fara óheppilega af stað hjá Hannesi þarna hjá Val, hann var fenginn til að koma liðinu lengra í Evrópukeppni, því það var markvarðarstaðan sem kostaði þá þetta ævintýri gegn Rosenborg í fyrra;“ sagði Hjörvar en Valur féll úr leik í Evrópu í gær.

,,Það sem ég held með Hannes, er að hann sé þreyttur. Þá hugsa einhverjir að hann sé markvörður og að hann sé ekki þreyttur. Hann er búinn að spila samfleytt frá 2017, hann tekur danska tímabilið, fer beint á HM og beint til Aserbaídsjan og öllu því veseni sem því fylgdi. Beint þaðan til Íslands, frægasti og stærsti prófíll sem komið hefur í deildina í mörg ár, það mætti honum hellings neikvæðni.“

Hannes er fyrsti kostur í mark Íslands og verður að spila fram í nóvember með liðinu.

,,Ég held að eftir landsleikina í haust, þá þarf að gefa honum frí í mánuð. Þar sem hann finnur ekki lykt af hönskunum, að hann sé andlega þreyttur.“

,,Hann sefur bara í desember, hann verður að æfa fyrir landsleikina. Ég ætla svo að hvíla hann í desember og janúar, hann fer bara til Tenerife, á barinn hans Mæk,“ sagði Hjörvar Hafliðason en sérfræðingur þáttarins, Mikael Nikulásson opnar bar á Tenerife á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill