Radja Nainggolan, miðjumaður Inter hefur ákveðið að taka á sig talsverða launalækkun og fara frá félaginu.
Nainggolan ætlar að ganga í raðir Cagliari en frá þeim stað er eiginkona hans, þar lék Nainggolan frá 2010 til ársins 2014.
Ástæðan fyrir því að Nainggolan vill snúa aftur er að aiginkona hans, Claudia er að berjast við krabbamein. Hún vill berjast við þennan erfiða sjúkdóm á heimaslóðum.
Saman eiga Nainggolan og Claudia tvö börn.
,,Núna er tími til að berjast við þetta ljóta skrímsli,“ sagði Claudia sem hefur hafið meðferð á heimaslóðum.