Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, ferðaðist ekki með félaginu til Þýskalands á dögunum.
Real spilaði þar við Tottenham í æfingaleik en Bale fékk ekki að spila gegn sínum gömlu félögum.
Zinedine Zidane, stjóri Real, sagði að Bale hefði ekki ferðast með til Þýskalands því að hann væri veikur.
Það var ljóst frá byrjun að það væri ekki rétt en Real reynir að losna við Bale þessa stundina.
Í gær birtist svo mynd af Bale á golfvelli á Spáni en hann var í golfi og var heill heilsu.
Bale er sagður hafa hafnað því að ferðast með Real eftir að félagaskipti hans til Jiangsu Suning gengu ekki í gegn.