Ríkasti maður Bretlands, Sir Jim Ratcliffe, er að kaupa sitt annað knattspyrnufélag samkvæmt fregnum dagsins.
Ratcliffe er að festa kaup á franska félaginu Nice en frá þessu greina franskir og enskir miðlar.
Ratcliffe skoðaði það að kaupa annað hvort Manchester United eða Chelsea en ekkert varð úr þeim kaupum.
Hann á nú þegar lið FC Lausanne í Sviss en hann keypti það félag í lok árs 2017.
Ratcliffe lagði fram 77 milljóna punda tilboð í Nice í febrúar en því boði var hafnað.
Tilboðið sem barst á dögunum hljóðaði upp á 89 milljónir punda og verður það að öllum líkindum samþykkt.