Tomas Kalas, leikmaður Bristol City, gefur stuðningsmönnum grænt ljós á að slá sig ef hann neitar að taka mynd með þeim.
Kalas samdi við Bristol í sumar en hann gekk í raðir félagsins frá Chelsea þar sem hann var samningsbundinn í mörg ár.
Kalas mun aldrei neita aðdáendum um mynd ef þeir biðja fallega – það er annað ef um dónaskap er að ræða.
,,Andrúmsloftið í Bristol er frábært hvert sem þú ferð. Nú þekkja mig margir svo þetta er að verða erfiðara,“ sagði Kalas um frægðina.
,,Þetta er í lagi svo lengi sem það fylgir því ekki dónaskapur. Eins og einn krakkinn gerði – ég gaf honum eiginhandaráritun á treyjuna og hann hrósaði mér fyrir frábært sjálfsmark gegn Crystal Palace… þá viltu rífa treyjuna af þeim.“
,,Svo lengi sem þau spyrja vinalega þá hef ég aldrei sagt nei og mun aldrei gera það. Ef einhver skipar mér fyrir: ‘taktu mynd með mér, skrifaðu á treyjuna’ – það er annað mál.“
,,Ef einhver biður fallega því það er það sem faðir minn kenndi mér – að heilsa öllum og að biðja fallega.“
,,Ef einhver biður mig fallega um mynd og ég segi nei þá fá þau leyfi til að slá mig.“