Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er ósáttur en hann fær ekki að ráða neinu varðandi leikmannakaup hjá félaginu.
Þetta staðfesti Pochettino í gær eftir 1-0 sigur liðsins á Real Madrid í æfingaleik. Hann horfir á sig sem þjálfara, frekar en knattspyrnustjóra.
Pochettino var spurður út í möguleg kaup eftir leikinn en hann segist ekki ráða neinu á bakvið tjöldin.
,,Félagið þarf kannski að finna nýjan titil fyrir mig því mitt starf er núna að þjálfa liðið,“ sagði Pochettino.
,,Leikmannakaup eru ekki mitt starf, þið þurfið að spyrja félagið og kannski þá breyta þeir heiti starfsins.“