Það er ekki ólíklegt að Juventus sé með sterkasta leikmannahóp Evrópu eftir þennan sumarglugga.
Juventus hefur styrkt sig verulega og fékk til sín leikmenn á borð við Matthijs de Ligt, Aaron Ramsey, Adrien Rabiot og Gianluigi Buffon.
Það er magnað að skora þá breidd sem Juventus er með en liðið hefur unnið ítölsku deildina átta ár í röð.
Það er ansi líklegt að titillinn fari þangað aftur á næstu leiktíð en félagið mun setja allt púður í Meistaradeildina.
Breiddin er svo sannarlega góð eins og má sjá hér.