Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, hefur neitað að ferðast með félaginu til Þýskalands fyrir Audi æfingamótið.
Frá þessu er greint í kvöld en Bale var við það að ganga í raðir kínverska félagsins Jiangsu Suning á dögunum.
Forseti Real, Florentino Perez, kom þó í veg fyrir þau skipti og er Bale hundfúll með þá ákvörðun.
Þessi þrítugi vængmaður neitaði því að ferðast með liðinu til Munich en Real spilar við Tottenham í kvöld.
Jiangsu keypti Króatann Ivan Santini í gær og er því ljóst að hann tekur að sér það hlutverk sem Bale átti að sinna.