fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“

433
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 19:22

Mynd: Ísafjarðarbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir knattspyrnuaðdáendur vita þá er yfirleitt stranglega bannað að skipta um lið ef þú hefur haldið með sama liðinu í mörg ár.

Það er þó ekki regla sem allir fara eftir og einn af þeim sem ákvað að hundsa hana er Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði.

Guðmundur birti á dögunum pistil sem ber heitið ‘Þroskasaga’ og ræðir þar ást sína á fótbolta.

Guðmundur var lengi stuðningsmaður Manchester United en hann fékk nóg af því liði árið 2016.

Það var eftir komu þeirra Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba sem sömdu við félagið sem var þá undir stjórn Jose Mourinho.

,,Tveir karakterar, sem hafa sérstakt lag á að snúa hópíþrótt upp í eitthvað undarlegt egótripp. Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með United,“ skrifar Guðmundur.

,,Þetta var árið 2016. En þótt ég væri orðinn fúll á móti þá fannst mér ég samt verða að eiga lið. Einhverja sem ég gæti kallað „mína menn“ og verið með í umræðunni.“

Guðmundur byrjaði því að skoða merki liða í neðri deildum Englands og viti menn, hann fann sér félag.

Ástríðan er gríðarlega mikil í neðri deildum Englands en mörg fyrrum stórveldi hafa síðustu áratugi fest sig í sessi sem lið í þriðju, annarri eða fyrstu deild.

,,Ég rakst fljótlega á lið sem er með uglu í skjaldarmerkinu og heitir eftir vikudegi. Mínir menn! Í dag held ég með Sheffield Wednesday.“

,,Það merkilega við þetta allt saman er að ég er aftur farinn að hafa gaman af enska boltanum. Sko, í neðri deildunum. Gaumgæfi úrslit, stúdera liðsuppstillingar og horfi stundum á blaðamannafundi ef ég hef tíma.

Guðmundur segir ekkert vera að því að skipta um lið og nú er stóra spurningin: Er eitthvað rangt við það?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli
433Sport
Í gær

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild