fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433

Harðorður í garð Özil og segist eiga betri leikmann: ,,Þeir hlusta ekki á mig“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Overmars, fyrrum leikmaður Arsenal, er ekki mikill aðdáandi miðjumannsins Mesut Özil.

Özil hefur átt frábæran feril sem leikmaður en hann lék með Real Madrid áður en hann kom til Englands.

Özil er þó reglulega orðaður við brottför og þykir ekki leggja sig nógu mikið fram á vellinum.

Overmars starfar í dag hjá Ajax í Hollandi og telur að félagið sé með betri leikmann í sínum röðum en Özil.

,,Að mínu mati þá er Hakim Ziyech betri en hann,“ sagði Overmars spurður út í Özil.

Ziyech er orðaður við stórlið þessa dagana en hann var frábær fyrir Ajax á síðustu leiktíð. Hann er fáanlegur fyrir 31 milljón punda.

,,Það kemur mér mikið á óvart að það sé enn svo hljótt í kringum Hakim. Hann hefur bætt sig á hverju ári og tölfræðin er frábær.“

,,Félög eru að horfa meira og meira á tölfræðina frekar en frammistöðuna. Hakim er betri en Özil að mínu mati.“

,,Ég ráðlegg þeim að selja Özil og þú getur fengið Hakim fyrir helminginn af þeirri upphæð en þeir hlusta ekki. Kannski verður hann bara áfram hjá Ajax.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Í gær

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Í gær

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla