Rodri gerði í gær samning við Manchester City en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Rodri kostaði 63 milljónir punda en hann kemur til félagsins frá Atletico Madrid á Spáni.
Spánverjinn ákvað að skjóta létt á Manchester United í gær og segir að Manchester-borg sé að verða blá með tímanum, frekar en rauð.
,,Ég elska City og ég elska Manchester – borgin er að verða blá,“ sagði Rodri eftir undirskriftina.
,,Ég er heppinn því ég hef spilað með liðum þar sem öðruvísi spilamennska er notuð.“
,,Hvernig ég spila fótbolta er svipað og hvernig þetta lið spilar, þess vegna valdi ég Manchester City.“