Eduardo Vargas, leikmaður Síle, er líklega einn óvinsælasti leikmaður landsins þessa stundina.
Vargas spilaði með Síle í gær sem mætti Perú í Copa America. Síle tapaði þeim leik óvænt 3-0.
Um var að ræða leik í undanúrslitum keppninnar og mun Perú spila við Brasilíu í úrslitunum.
Síle fékk vítaspyrnu í uppbótartíma í gær og hefði getað lagað stöðuna í 3-1, þó það hefði ekki breytt miklu.
Vargas tók þá spyrnu en hann ákvað að hlaða í svokallað ‘Panenka-víti’ og vippaði boltanum á mitt markið.
Það fór alls ekki vel en markvörður Perú sá við honum og leit sóknarmaðurinn ansi illa út eftir þessa stæla.
There’s a time and a place for a Panenka. And this sure as sh*t wasn’t it ??♂️? #Vargas #Chile #CHIPER #CopaAmericaBrasil2019 pic.twitter.com/ouCOwxdaQK
— Mobile Wins (@Mobile_Wins) 4 July 2019