Sunnudagur 17.nóvember 2019
433Sport

Maxið aldrei verið betra: Fimm bestu hlutirnir við Pepsi Max-deild karla

433
Föstudaginn 28. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi Max-deild karla er að ná fyrri styrk, eftir mögur ár í efstu deild karla, er varðar gæði innan vallar og mætingu, er deildin aftur í sókn. Hvassari umræða í gegnum hlaðvarpsþætti hefur aukið áhuga fólks á leiknum fagra, aukning er í mætingu á völlinn. Margt hefur vakið athygli nú þegar Pepsi Max-deild karla er að verða hálfnuð. Margar ástæður eru fyrir því að deildin hefur sjaldan verið meira spennandi fyrir áhugafólk um knattspyrnu. Hér eru helstu atriðin.

Dr. Football hefur vakið athygli.

1. Hlaðvörp
Hlaðvarpsþættir hafa verið að gera það gott, sérstaklega í knattspyrnuheiminum á Íslandi. Þættir sem við erum með, Dr. Football, Steve dagskrá og Fótbolti.net standa fyrir sínu og vekja mikla athygli. Með þessum þáttum hefur umræðan breyst, hún er hvassari en áður. Stundum er það ekki gott fyrir félögin og leikmenn sem hefur verið farið silkihönskum í mörg ár, þetta hefur hins vegar aukið áhugann á deildinni. Umfjöllun um Pepsi Max-deild karla var mikil fyrir en hefur aukist mikið með þessum hlaðvarpsþáttum, áhuginn á deildinni hefur ekki verið svona mikill í mörg ár.

Það hefur gustað á Hlíðarenda

2. Læti á Hlíðarenda
Það hefur gustað um Hlíðarenda, mótið byrjaði illa og Gary Martin var sparkað í burtu. Lætin sem fylgdu enska framherjanum var eitthvað sem Valsarar þoldu illa. Gary Martin fékk væna summu í sinn vasa, bara svo hann væri nú ekki að mæta á æfingar. Mótið hélt áfram að ganga illa og Ólafur Jóhannesson bannaði spurningar um enska framherjann, Stöð2 Sport tók allt saman upp og birti. Það hélt svo áfram að gusta á Hlíðarenda þegar Hannes Þór Halldórsson meiddist og fór í brúðkaup til Ítalíu. Vandræði Valsmanna og lætin utan vallar hafa aukið umtal um deildina. Gott fyrir alla nema Valsmenn.

Mynd: Eyþór Árnason
Kári Árnason

3. Stór nöfn í deildinni
Það er að hjálpa Pepsi Max-deild karla mikið hversu stór nöfn spila nú í deildinni, þrír algjörir lykilmenn í íslenska landsliðinu síðustu ár eru með. Hannnes Þór Halldórsson gekk í raðir Vals fyrir tímabilið, fyrir var Birkir Már Sævarsson á Hlíðarenda. Þá er Kári Árnason mættur heim í Víking. Fleiri leikmennn hafa snúið heim úr atvinnumennsku og sjá til þess að deildin fær meiri athygli. Þá eru þjálfarar eins og Rúnar Kristinsson og fleiri góð auglýsing fyrir deildina.


4. Gott veður
Veðurfarið hefur leikið við landann síðustu vikur, þetta er ástæða þess að fleiri mæta á völlinn en í fyrra. Í fyrra rigndi nánast alla daga og Heimsmeistaramótið í Rússlandi truflaði einnig. Þá hafa leikdagarnir í Pepsi Max-deildinni verið skemmtilegri en áður, leikir í miðri viku, leikir á laugardögum. Þetta hefur sett skemmtilegan svip á deildina og eitthvað smá þróast áfram.


5. Frábærir leikir
Það hefur ekki verið jafn gaman að fara á völlinn í mörg ár, óvænt úrslit úti um allt. Stórlið í veseni, nýliðar að berjast við toppinn. Lið eins og Víkingur sér til þess að fólk vill mæta á völlinn, Arnar Gunnlaugsson og félagar vilja spila sóknarbolta, úr verða alltaf skemmtilegir leikir. Mörk og læti í hverjum einasta leik. Ótrúlegar endurkomur hafa sést og þegar fólk mætir á völlinn er erfitt að lesa í úrslitin áður en flautað er til leiks. Þetta gefur mótinu mikið. Þá hefur umgjörð liða batnað mikið, þeir sem vilja fá sér öl á vellinum geta það á flestum stöðum og meira er í gangi fyrir börnin.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eitt besta lið heims mun heita Zebre

Eitt besta lið heims mun heita Zebre
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Allt varð vitlaust í Finnlandi eftir stórkostlegt afrek

Sjáðu myndirnar: Allt varð vitlaust í Finnlandi eftir stórkostlegt afrek
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiður elskar ekki lífið á Íslandi: Fyrsti veturinn var mjög erfiður – ,,Sá ekki fyrir mér að ég myndi búa hérna“

Eiður elskar ekki lífið á Íslandi: Fyrsti veturinn var mjög erfiður – ,,Sá ekki fyrir mér að ég myndi búa hérna“
433Sport
Í gær

McAusland og Alexander í Njarðvík

McAusland og Alexander í Njarðvík
433Sport
Í gær

Staðfestir hvar Zlatan vill enda ferilinn

Staðfestir hvar Zlatan vill enda ferilinn
FréttirSport
Í gær

Mega ekki mæta á leikinn gegn Arsenal

Mega ekki mæta á leikinn gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Þetta eru stjörnurnar sem Beckham hefur átt samtal við

Þetta eru stjörnurnar sem Beckham hefur átt samtal við
433Sport
Í gær

Bale varpar sprengju: Nýtur þess meira að spila með Wales en Real Madrid

Bale varpar sprengju: Nýtur þess meira að spila með Wales en Real Madrid