fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Barnastjarnan sem lenti í árekstri í Frakklandi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. júní 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson er 29 ára gamall landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu. Hann hefur upplifað allar hliðar fótboltans og hefur náð ótrúlegum árangri bæði með félagsliði og landsliði. Hann hefur einnig upplifað ótrúlega erfiða tíma, hann óttaðist að þurfa að hætta í fótbolta eftir meiðsli sem hrjáðu hann í tæp þrjú ár. Hann er hins vegar að komast á fullt aftur og er mættur til AIK í Svíþjóð og er með íslenska landsliðinu í næsta verkefni, gegn Albaníu og Tyrklandi, í undankeppni Evrópumótsins.

Barnastjarnan
Kolbeinn var algjör barnastjarna, það sást strax að hann hefði hæfileika til að komast í fremstu röð.„Þetta var alveg þannig. Það voru miklar væntingar gerðar til manns eftir því sem maður vann fleiri mót og skoraði fleiri mörk í yngri flokkunum. Maður fann það alveg að það var komin auka pressa að skora tíu mörk í leik, það voru settir þrír leikmenn á mig í hverjum leik. Foreldrar að öskra inn á völlinn, „tæklið hann, út með hann“ og eitthvað svona. Maður fann það alveg. Þetta eru mínar bestu minningar, Shellmótið, Essómótið og öll þessi fótboltamót þegar maður var yngri. Þegar maður lítur til baka þá er geggjað að upplifa svona góða æsku, þar sem maður var í sviðsljósinu líka. Það er gaman að því. Það hefur alltaf verið smá auka pressa á mér,“ sagði Kolbeinn í hlaðvarpsþætti okkar 90 mínútum, sem nálgast má á vefnum.

Van Gaal öskraði á hann
Kolbeinn var mjög eftirsóttur þegar hann var 16 ára gamall, stórlið á borð við Arsenal, Inter og Celtic vildu fá hann. Það var hins vegar fundur með Louis van Gaal, hjá AZ Alkmaar sem sannfærði hann um að fara til Hollands. „Það er þvílíkur agi í honum. Ef þú gerir mistök á æfingum þá stoppar hann æfinguna og öskrar á þig. Menn þurfa að vera á tánum. Sérstaklega þegar ég kom þangað frá því að æfa með HK, með fullri virðingu fyrir þeim, og fara svo á æfingu hjá Louis van Gaal, í þvílíkan hraða í Meistaradeild. Það tók mig tíma að venjast því. Ég fékk helling af drulli yfir mig frá honum. Það var bara gott spark í rassgatið, það tók mig tíma að venjast boltanum í Hollandi. Eftir 3-4 mánuði var ég að æfa á miklu hærra stigi en áður og farinn að fá svona lítil meiðsli, sem verða svo stór á endanum. Ég held að ég hafi farið í pínu ofþjálfun. Ég var ekki klár að taka þetta skref, æfingalega séð.“

Gat ekki horft á spyrnuna
Árið 2011 var Kolbeinn keyptur til stórliðs Ajax, hann fékk treyju númer 9, það er ábyrgð sem fylgir þeirri treyju. Kolbeinn lék í fjögur ár með félaginu, varð þrisvar sinnum meistari og spilaði í Meistaradeildinni. Það er vítaspyrna frá 2013 sem situr í honum enn í dag, hann klikkaði gegn Barcelona á Nou Camp. „Hún situr enn í kollinum. Ég held að ég hafi ekki horft á þetta víti fyrr en bara einhverju hálfu ári seinna, Þá var ég fyrst kominn yfir það. Þetta er hluti af þessu en það var hrikalega svekkjandi að fá þetta tækifæri, víti á Nou Camp. Við áttum ekki séns í þessum leik en að eiga það á ferilskránni að skora í Meistaradeildinni… þetta er svekkjandi. Það er enn tími til að skora í Meistaradeildinni.“

Toppurinn á ferlinum í Nice
Kolbeinn var einn besti leikmaður Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Hann skoraði meðal annars í mögnuðum sigri á Englandi. „Það mark stendur klárlega upp úr á ferlinum. Við fengum mark á okkur eftir 8 mínútur eða eitthvað og þá hugsaði maður með sér: „shit, týpískt eitthvað“. Svo kviknar eitthvað hjá okkur, við komum til baka á hárréttu augnabliki, strax í grímuna á þeim, 1-1. Þá finnur maður það bara að við erum komnir með augnablikið og þegar þú ert inni á vellinum þá finnur þú það. Þú horfir í augun á leikmönnum og sérð að þessir gæjar ætla ekkert að tapa þessum leik. Þannig hugsuðu Englendingar, held ég, þegar þeir fundu fyrir orkunni í okkur. Það er erfitt að spila gegn svona liði. Að ná þessum úrslitum þarna og skora sigurmarkið, það er algjörlega toppurinn á ferlinum hjá mér.“

Heppinn að sleppa ómeiddur frá árekstri í Frakklandi
Kolbeinn gekk í raðir Nantes í Frakklandi árið 2015. Þann tíma vill hann sem minnst ræða. Það gekk ekkert upp, hann meiddist illa og forseti félagsins fór fram af mikilli hörku í samskiptum við Kolbein. Hann yfirgaf félagið loks í mars, eftir erfiða tíma. Fáir vita að þegar Kolbeinn var að ganga í raðir félagsins lenti hann í hörðum árekstri. Hann var farþegi í bíl á leið frá flugvellinum. „Ég vil helst tala sem minnst um þennan tíma, en jú þegar ég kem þarna þá lendi ég í árekstri á leið í læknisskoðun. Það er ekkert besta byrjunin. Það var alveg bara mikill árekstur og ég er heppinn að það hafi ekki farið verr. Það kannski segir svolítið um tímann hjá Nantes. Ég byrjaði á árekstri.“

Sumarið 2018 breyttist allt hjá Nantes. Kolbeinn var að komast í gott form og fyrir sumarfrí virtist allt vera í blóma. Þegar hann kom til baka úr fríi, var allt breytt. „Þeir eru mjög ánægðir með mig. Ég fer á fundi með syni forsetans og Claudio Ranieri talar við fjölmiðla, segir að hann sé ánægður með mig og að allt sé í toppstandi. Svo kem ég til baka úr fríi og þá er ég settur út úr liðinu. Það var kominn nýr þjálfari og þar snýst þetta. Það er þannig í nokkra mánuði. Ég skil ekki ástæðuna, af hverju þetta varð svona. Það var engin ástæða.“

Kolbeinn gekk í raðir AIK í Svíþjóð fyrir tveimur mánuðum, hann elskar lífið á nýjum stað. „Allt við klúbbinn er frábært. Þeir eru fyrst og fremst á grasi, þeir æfa og spila á grasi. Fyrir minn líkama er það mun betra. Þeir eru í Meistaradeild, eru meistarar og spila á flottum velli. Umhverfið í kringum liðið er frábært. Maður fann það þegar maður mætti þarna að þetta er stórlið í Skandinavíu. „Það er æðislegt að búa í Stokkhólmi. Þetta er geggjuð borg og fólkið er næs. Þetta er pínu eins og maður sé heima á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær