Það var mikill hiti á æfingu Chelsea í dag en liðið undirbýr sig fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Chelsea spilar við Arsenal í úrslitunum á morgun en um er að ræða síðasta leik liðannna á tímabilinu.
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, var gestur í setti BT Sport í dag þar sem hitað var upp fyrir leikinn.
Eiður tjáði sig á meðal annars um það sem gerðist á æfingunni en þeir Gonzalo Higuain og David Luiz rifust aðeins sem varð til þess að stjórinn Maurizio Sarri gekk burt mjög reiður.
,,Þetta er áhyggjuefni, það hlýtur eitthvað að hafa gerst,“ sagði Eiður í settinu.
,,Þetta er leikmannahópur þar sem má sjá marga stóra persónuleika. Það síðasta sem þú vilt er að einn af þínum leikmönnum meiðist.“
,,Það er eitthvað sem gerði stjórann mjög reiðan eins og má sjá. Síðustu 15-20 mínúturnar á æfingunni voru ömurlegar.“
,,Leikmenn standa bara þarna og það er augljóst að eitthvað hefur gerst. Það hefur eyðilagt æfinguna, þannig lítur þetta út.“
Tempers fraying in the Chelsea camp? ?
Higuain and Azpillicueta come together in training and Maurizio Sarri is furious! pic.twitter.com/mkp6LhSZSY
— Football on BT Sport (@btsportfootball) 28 May 2019