fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Saga Gary Martin heldur áfram: Var bannað að æfa í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Gary Martin, framherja Vals heldur áfram. Fótbolti.net sagði fyrst frá, samkvæmt heimildum 433.is mun þó Gary mæta til æfinga á morgun.

Samkvæmt heimildum 433.is vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals ekki trufla undirbúnings liðsins, fyrir leikinn gegn Fylki í kvöld. Mikið hefur verið rætt um málið, Gary mun mæta á æfingu Vals á morgun. Framherjinn verður ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.

Valur vill losna við Gary Martin. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í samtali við 433.is í fyrradag. Gary gekk í raðir Vals í janúar og gerði þriggja ára samning. Eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni vill Valur nú losna við framherjann.

Tíðindin koma talsvert á óvart því ekki eru nema rúmir fjórir mánuðir síðan að Valur setti allt sitt traust á breska framherjann. ,,Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ sagði Ólafur í samtali við 433.is í vikunni.

Félagaskiptaglugginn lokaði hér á landi í gær, það er því ljóst að Gary verður í herbúðum Vals fram í júlí, hið minnsta.

Valur bauð Stjörnunni að fá Gary í skiptum fyrir Guðmund Stein Hafsteinsson, því hafnaði Stjarnan. Þá vildi KA fá Gary Martin en hann vildi ekki fara þangað. Valur mætir Fylki í Pepsi Max-deild karla, klukkan 19:15 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opna samtalið við leikmann Barcelona

Opna samtalið við leikmann Barcelona
433Sport
Í gær

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern
433Sport
Í gær

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Í gær

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi