Cardiff borgaði minnstu upphæðina fyrir hvert stig sem liðið náði ér í í ensku úrvalsdeildinni í ár. Félagið borgar minnst að meðaltali í deildinni og kostaði hvert stig um 28 þúsund pund.
Burnley sem Jóhann Berg Guðmundsson leikur með borgar að meðaltali 1,6 milljón punda í laun á ári. Félagið borgaði því leikmanni að meðaltali 40 þúsund pund fyrir hvert stig.
Manchester City borgaði leikmanni að meðaltali 61 þúsund pund fyrir stigið en Liverpool sem endaði í öðru sæti borgaði 50 þúsund pund fyrir stigið.
Manchester United borgar hæstu launin í deildinni og fékk hver leikmaður tæp 100 þúsund pund fyrir hvert stig í deilinni.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.