fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Ólafur Ingi hjólaði í Helga Mikael: ,,Skil ekki hvað hið ágæta fólk hjá KSÍ er að gera“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. maí 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Fylkis hjólaði í Helga Mikael Jónasson, dómarinn í leik KR og Fylkis í gær. Þetta gerði hann á Stöð2Sport.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Helgi flautaði mikið í leiknum, lítið flæði komst í spilið.

„Mér fannst dómarinn hræðilega slakur í dag og það á bæði lið. Mér fannst hann missa tökin á þessu,“ sagði Ólafur Ingi við Stöð2Sport eftir leikinn í Pepsi Max-deildinni.

Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem Helgi dæmir hjá liðunum í ár.

„Hann dæmdi tvo leiki hjá þessum liðum í Reykjavíkurmótinu og hafði engin tök á leiknum. Ég skil því ekki hvað hið ágæta fólk hjá KSÍ er að gera með því að setja hann á þennan leik. Hann dæmdi illa á bæði lið og það hafði ekki áhrif á úrslitin.“

Viðtalið er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni